Skólastjóri Bláskógaskóli, Reykholti

Bláskógabyggð auglýsir eftir umsóknum um starf skólastjóra til að stýra Bláskógaskóla í Reykholti, Biskupstungum. Skólinn er fyrir nemendur í 1. til 10. bekk. Í skólanum eru 83 nemendur og þar starfa 20 starfsmenn. Kjörorð skólans eru Virðing-Vellíðan-Samvinna.

Bláskógaskóli í Reykholti er annar tveggja grunnskóla Bláskógabyggðar. Gott samstarf er við leikskólann Álfaborg í Reykholti, Bláskógaskóla á Laugarvatni og Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfni og hefur mikla reynslu og þekkingu á grunnskólastarfi. Skólastjóri starfar skv. lögum og reglugerðum um grunnskóla og öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá, námskrá skólans og skólastefnu Bláskógabyggðar.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Veita skólanum faglega forystu.
 • Virk þátttaka í þróun og skipulagi skólastarfs í sveitarfélaginu.
 • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri skólans.
 • Samstarf við skólanefnd, sveitarstjóra og sveitarstjórn og aðra aðila skólasamfélagsins.

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Leyfisbréf grunnskólakennara og kennslureynsla á grunnskólastigi er skilyrði.
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og lipurð í samstarfi er skilyrði.
 • Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun er kostur.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
 • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Góð almenn tölvukunnátta.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands. Starfshlutfall er 100%. Umsókn fylgi kynningarbréf, yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf fyrir starfsheitið kennari og framtíðarsýn umsækjanda varðandi þróun skólastarfs. Starfið hentar einstaklingum óháð kyni.

Umsóknarfrestur er til 18. júní 2020. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2020.

Nánari upplýsingar veitir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, í síma 480 1900. Umsókn ásamt fylgigögnum skal send á netfangið asta@blaskogabyggd.is.