Skólaþing í Bláskógabyggð miðvikudaginn 30. mars 2011

Skólaþing í Bláskógabyggð

Miðvikudaginn 30. mars verður haldið skólaþing fyrir leik- og grunnskóla í Bláskógabyggð.

Áætlað er að skólaþingið verði tvískipt þannig að nemendur grunnskólans fái tækifæri til að koma sínum hugmyndum á framfæri milli kl. 13:00-15:00 og að síðan taki fullorðna fólkið við kl. 15:30 og ræði hlutverk og framtíðarsýn allra skólanna, bæði leikskóla og grunnskóla. Áætlað er að skólaþinginu ljúki kl. 18:00.

Skólaþingið er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á skólastarfi í sveitarfélaginu. Þar verður möguleiki á að koma með hugmyndir um hvernig hægt er að efla skólastarf í Bláskógabyggð. Í framhaldinu verður mótuð skólastefna fyrir leik- og grunnskóla í Bláskógabyggð.

Allir, nemendur, kennarar, foreldrar leik- og grunnskólabarna og aðrir sem hafa áhuga á skólastarfi almennt eru hvattir til að mæta og hafa áhrif á þróun skólamála.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Vinsamlegast skráið þátttöku á skrifstofu Bláskógabyggðar í síma:

486-8808 eða á netfangið sigurros@blaskogabyggd.is

Hér fyrir neðan eru gögn sem gætu nýst á Skólaþingi Bláskógabyggðar sem haldið verður í Aratungu 30.mars 2011 og má nálgast þau með þvi að smella á slóðina hér fyrir neðan.

http://blaskoli.blaskogabyggd.is/Skolathing_2011/

Hér fyrir neðan má nálgast ýmsar kannanir sem gerðar hafa verið í grunnskólum og leikskólum Bláskógabyggðar.

Hér eru kannanir frá Grunnskóla Bláskógabyggðar varðandi sjálfsmat skóla og má nálgast þær með því að smella á slóðina hér fyrir neðan.

http://blaskoli.blaskogabyggd.is/Skolinn/Sjalfsmat_skola/

Hér er foreldrakönnun frá Grunnskóla Bláskógabyggðar varðandi sjálfsmat skóla og má nálgast þær með því að smella á slóðina hér fyrir neðan.

http://blaskoli.blaskogabyggd.is/resources/Files/388_Foreldrak%C3%B6nnun_Grunnskoli_Balskogabyggdar_febr_2010.pdf

skráð svona á vef skólans:

Foreldrakönnun 2009-2010

Nemendakönnun 2009-2010

Og starfsmatskönnun og textasvör foreldrakönnunni og starfsmannakönnunni.

Hér eru skýrslur frá leikskólanum Álfaborg  og má nálgast þær með því að smella á slóðina hér fyrir neðan.

http://alfaborg.blaskogabyggd.is/Um_skolann/Skyrslur/

skráð svona á vef leikskólans:

Hér eru skýrslur frá leikskólanum Gullkistunni  og má nálgast þær með því að smella á slóðina hér fyrir neðan.

http://gullkistan.blaskogabyggd.is/resources/Files/505_Starfsskyrsla%202009-2010.pdf

og skýrsla fyrir 2009

http://gullkistan.blaskogabyggd.is/resources/Files/305_Starfssk%C3%BDrsla%202009.pdf