Skólaþjónusta Árnesþings óskar eftir kennsluráðgjafa til starfa

Staða kennsluráðgjafa fyrir leik- og grunnskóla á starfssvæði skólaþjónustu Árnesþings er laus

til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu.  Í sveitarfélögunum er unnin fjölbreytt verkefni á

sviði skóla- og velferðarmála og svigrúm er til nýrra verkefna og vinnubragða.

 

Starfssvið kennsluráðgjafa

 • Stuðningur við nýbreytni- og þróunarstarf skóla, m.a. með ráðgjöf við stjórnendur og

starfsmenn leik- og grunnskóla til að efla þá í starfi og stuðla að samstarfi þeirra.

 • Forvarnarstarf og ráðgjöf um snemmtæka íhlutun með áherslu á sjálfbærni skólanna við lausn mála sem upp koma.
 • Eftirfylgd markmiða skólaþjónustunnar og skólanna og mat á árangri.
 • Fræðsla og/eða handleiðsla vegna mála einstaklinga eða hópa.
 • Skipulagning á sameiginlegri símenntun starfsfólks leik- og grunnskóla og stuðningur við starfsþróun.

 

Kennsluráðgjafi hefur frumkvæði að verkefnum í anda markmiða þjónustunnar og vinnur í þverfaglegu samstarfi við starfsmenn skólanna, sálfræðinga, talmeinafræðinga, félagsráðgjafa, starfsfólk heilbrigðisþjónustu, aðra sérfræðinga, foreldra o. fl. Til að stuðla að skilvirkni þjónustunnar.

 

Menntunar- og hæfniskröfur kennsluráðgjafa

 • Kennaramenntun og réttindi til að kenna í grunnskóla
 • Framhaldsnám sem nýtist í starfi er æskilegt
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Skipulagshæfileikar
 • Frumkvæði
 • Hæfni í þverfaglegu samstarfi
 • Lipurð og færni í samskiptum

 

Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2016.

 

Umsóknir sendist til Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði eða á netfangið maria@hveragerdi.is. Með umsóknum fylgi ferilskrá um störf umsækjanda og menntun. Í samræmi við jafnréttisstefnu sveitarfélaganna eru bæði karlar og konur hvött til að sækja um störfin. Nánari upplýsingar veita:  María Kristjánsdóttir forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings netfang maria@hveragerdi.is og Hrafnhildur Karlsdóttir kennsluráðgjafi og teymisstjóri, netfang hrafnhildur@arnesthing.is