Skólaþjónusta Árnesþings óskar eftir sálfræðingi til starfa

Staða sálfræðings fyrir leik- og grunnskóla á starfssvæði skólaþjónustu Árnesþings er laus til
umsóknar.  Um er að ræða 50% stöðu.  Í sveitarfélögunum er unnin fjölbreytt verkefni á sviði
skóla- og velferðarmála og svigrúm er til nýrra verkefna og vinnubragða.

Starfssvið sálfræðings
•   Ráðgjöf við skólastjórnendur og starfsfólk leik- og grunnskóla um snemmtæka íhlutun.
•   Forvarnarstarf með áherslu á sjálfbærni skólanna við lausn mála sem upp koma.
•   Skimanir, greiningar og ráðgjöf fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri, foreldra og starfsfólk
skóla.
•   Fræðsla og/eða handleiðsla vegna mála einstaklinga eða hópa.

Sálfræðingur vinnur í þverfaglegu samstarfi við kennsluráðgjafa, félagsráðgjafa, starfsmenn
skóla, starfsfólk heilbrigðisþjónustu, aðra sérfræðinga, foreldra o.fl. til að stuðla að skilvirkni
þjónustunnar.

Menntunar- og hæfniskröfur sálfræðing
•   Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur
•   Sjálfstæði í vinnubrögðum
•   Skipulagshæfileikar
•   Frumkvæði
•   Hæfni í þverfaglegu samstarfi
•   Lipurð og færni í samskiptum

Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2015.

Umsóknir sendist til Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði eða á netfangið maria@hveragerdi.is. Með umsóknum fylgi ferilskrá um störf umsækjanda og menntun.  Jafnframt fylgi greinargerð með hugmyndum umsækjanda um starf sálfræðings hjá skólaþjónustu Árnesþings. Í samræmi við jafnréttisstefnu sveitarfélaganna eru bæði karlar og konur hvött til að sækja um störfin.
Nánari upplýsingar veita:  María Kristjánsdóttir forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu
Árnesþings netfang maria@hveragerdi.is og Hrafnhildur Karlsdóttir kennsluráðgjafi og
teymisstjóri, netfang hrafnhildur@arnesthing.is