Skráð Covid smit í Bláskógabyggð

Hinn 30. september sl voru 5 einstaklingar skráðir í einangrun í póstnúmeri 806 í Bláskógabyggð. Þessi tala er þó ekki til marks um verulega aukningu smita í samfélaginu. Inni í tölunni eru ekki einungis íbúar í sveitarfélaginu, heldur einnig einstaklingar sem dvelja í einangrun í sumarhúsum á svæðinu. Full ástæða er þó til að fara varlega og huga vel að smitvörnum í samræmi við leiðbeiningar á www.covid.is. Virðum fjarlægðartakmarkanir, pössum upp á handþvott og notum spritt, hanska og grímur þar sem ástæða er til.

 

Kveðja,

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri