Skyndihjálparnámskeið verður í Aratungu laugardaginn 24. mars 2012

Ungmennafélag Biskupstungna og Björgunarsveit Biskupstungna standa fyrir skyndihjálparnámskeiði í Aratungu, laugardaginn 24. mars. Námskeiðið stendur yfir frá kl. 13:00-17:00. Skyndihjálparnámskeiðið er öllum opið og eru þeir aðilar sem áhuga hafa hvattir til að skrá sig. Kennari verður Sigríður Sæland sem hefur mikla reynslu á þessu sviði. Skráningar berist til Sigurjóns Péturs í síma 895-6603 í síðasta lagi þriðjudaginn 20. mars.
Stjórnir Ungmennafélags Biskupstungna og Björgunarsveitar Biskupstungna.