Snjómokstur í þéttbýliskjörnum.

Tilboð í snjómokstur og hálkuvarnir í þéttbýliskjörnum í Bláskógabyggð næstu þrjá vetur 2022 – 2025 voru opnuð í Aratungu þann 12 september.

Um er að ræða Reykholt, Laugarvatn og Laugarás

Það bárust tilboð frá samtals sex aðilum.

Lægsta tilboð í snjómokstur og hálkuvarnir á Laugarvatni áttu ÓA vinnuvélar ehf, það er félag í eigu Sigurðar Sigurðssonar.

Í Reykholti átti Kjartan Jóhannsson lægsta boð. Eitt tilboð barst í þjónustuna í Laugarási það kom frá Félagsbúinu Hrosshaga.

Bláskógabyggð áskilur sér rétt til að yfirfara framkomin tilboð og tilkynna niðurstöður þeirrar athugunar til allra tilboðsgjafa að athugun lokinni.