Snjómokstur – útboð

Bláskógabyggð óskar eftir tilboði í snjómokstur og hálkuvarnir í dreifbýli í Bláskógabyggð. Um er að ræða tvö útboð, austurhluta (Biskupstungur) og vesturhluta (Laugardalur og nágrenni) og taka bæði útboðin til þriggja ára.

Útboðsgögn fást afhent frá og með föstudeginum 29. október n.k. á skrifstofu Bláskógabyggðar, eða með því að senda tölvupóst á netfangið kristofer@blaskogabyggd.is.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Bláskógabyggðar, Aratungu, Reykholti, 806 Selfoss, fyrir kl. 09:00 fimmtudaginn 11. nóvember n.k vegna vesturhluta og fyrir kl. 09:15 þann sama dag vegna austurhluta, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Nánari upplýsingar gefur Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri Framkvæmda- og veitusviðs Bláskógabyggðar í síma 480 3000, eða í tölvupósti á netfangið kristofer@blaskogabyggd.is.