Sorphirða

 Mitt í öllum vandræðunum hefur ruslakallinn okkar verið að glíma við of mikinn vind til að taka plastið og pappann.

 

ÁBENDING: Plastið MÁ vera í plastpokum en pappírinn EKKI.

 

Varðandi dagatalið að þá hafa verið gerðar breytingar á því sem ég hvet ykkur til að skoða á heimasíðu Bláskógabyggðar. Breytingarnar skýrast í því að bíllinn sem á að nota og tekur tvo flokka er ekki enn kominn í gagnið.

Smellið hér fyrir neðan til að nálgast nýtt sorphirðudagatal .

sorphirdudagatal-2017

Allar ábendingar vel þegnar beint til mín því það ekki er víst að ég sjái allar fb færslur hjá öllum sem eru að tjá sig um þennan málaflokk.

Kveðja

Bjarni D. Daníelsson

Sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs

Bláskógabyggðar