Sparkvellir í Reykholti og Laugarvatni

Sparkvellir í Reykholti og á Laugarvatni.

Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu æskulýðsnefndar, sem unnin var með skólastjórnendum leik- og grunnskóla, um staðsetningu sparkvalla sem komið verður upp nú í sumar.

Völlurinn í Reykholti verður staðsettur á núverandi malarvelli neðan við leiksvæði leikskólans Álfaborgar.  Völlurinn á Laugarvatni verður staðsettur á malbikaða sparkvellinum utan við grunnskólann.

Æskulýðsnefnd, ásamt forstöðumanni þjónustumiðstöðvarinnar, var skipuð sem framkvæmdastjórn við uppbyggingu sparkvallanna.  Næsta verkefni nefndarinnar verður að sækja um tilskilin leyfi fyrir völlunum og skipuleggja framkvæmd verksins.

Stefnt verður að því að opna vellina formlega í byrjun október n.k.