Sparkvellir

Sparkvellir

Verið er að ljúka við byggingu tveggja KSÍ sparkvalla í Bláskógabyggð, þ.e. er á Laugarvatni og í Reykholti. Hefur bygging þeirra verið á forræði æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar með góðum stuðningi frá foreldrafélögum leik- og grunnskóla sveitarfélagsins, ungmennafélögunum og öðrum velunnurum, þar á meðal framlagi hinna einstöku fyrirtækja. Formleg vígsla vallanna verður á næstu vikum og verður það auglýst sérstaklega.