Staða skólastjóra Flúðaskóla á Flúðum

Staða skólastjóra við Flúðaskóla er laus til umsóknar frá og með næsta skólaári.

 

Flúðaskóli er staðsettur í þéttbýliskjarnanum á Flúðum í Hrunamannahreppi.

 

Óskað er eftir metnaðarfullum og áhugasömum leiðtoga.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Veita faglega forystu og leiða þróun skólastarfs til framtíðar í samræmi við skólastefnu.
  • Stjórn og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans.
  • Bera ábyrgð á starfsmannamálum.
  • Vinna að framvindu og þróun í starfi skólans.
  • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf sem grunnskólakennari og farsæl kennslureynsla í grunnskóla.
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og kennsluslufræða og/eða farsæl stjórnunarreynsla.
  • Færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlunargerð.
  • Hæfni í samskiptum og metnaður til árangurs.
  • Reynsla í fjármálastjórnun kostur.

 

Í Flúðaskóla eru að jafnaði við nám 100 nemendur.

Samvinna er við Skeiða- og Gnúpverjarhrepp um kennslu nemenda í 8.-10. bekk.

Frekari upplýsingar um skólastarfið má finna á http://www.fludaskoli.is.

 

Í Hrunamannahreppi búa um 800 íbúar og þar af býr um helmingur í þéttbýlinu á Flúðum. Öflug atvinnustarfssemi er í sveitarfélaginu og blómlegt mannlíf.

Leikskóli, sundlaug, bókasafn og önnur stoðþjónusta er til staðar í þéttbýlinu á Flúðum.

Stutt er í helstu ferðamannastaði og náttúruperlur á Suðurlandi.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga

og Skólastjórafélags Íslands.

 

Umsóknarfrestur er til 26. apríl n.k. en æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf eigi síðar en 1. ágúst nk. eða eftir samkomulagi. Með umsókn skal fylgja starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem tilgreindar eru ástæður umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

 

Umsóknum og fylgigögnum skal skilað á

skrifstofu Hrunamannahrepps, Akurgerði 6, 845 Flúðir eða á netfangið hruni@fludir.is

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri

í síma 480-6600 eða á netfangið jon@fludir.is.