Starf forstöðumanns íþróttamannvirkja í Reykholti laust til umsóknar.

Bláskógabyggð leitar að jákvæðum og dugandi einstaklingi á líflegan og skemmtilegan vinnustað. Við hvetjum jafnt konur sem karla að sækja um starfið.

Verkefni forstöðumanns felast m.a. í:

 • Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum
  og rekstri íþróttamannvirkja.
 • Að hafa umsjón með viðhaldi og rekstri tækja og búnaðar.
 • Ráðningum afleysingafólks.

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Uppfylli skilyrði sem fram koma í reglugerð nr. 814/2010 um
  hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
 • Búi yfir skipulags- og stjórnunarfærni.
 • Hafi þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og reynslu af því að umgangast börn og unglinga.
 • Sé í starfi sínu hvetjandi og góð fyrirmynd.
 • Hafi hreint sakavottorð.

Um er að ræða fullt starf. Laun og starfskjör samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 23 janúar 2019 en umsóknir og fyrirspurnir skulu merktar „Atvinnuumsókn“ og berast til sviðsstjóra á netfangið bjarni@blaskogabyggd.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins í Aratungu Reykholti 801 Selfoss. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.