Starfsemi stofnana Bláskógabyggðar í dag 20. desember 2022

Starfsemi stofnana Bláskógabyggðar er að færast í eðlilegt horf í dag 20. desember.
Leikskólar í Reykholti og á Laugarvatni eru opnir í dag
Mötuneyti í Aratungu er starfrækt í dag og hefur heimsendingu á mat til eldri borgara hefur verið sinnt í dag.
Gámasvæðið í Vegholti er opið samkvæmt dagskrá í dag
Þreksalir í íþróttamiðstöðvunum í Reykholti og á Laugarvatni eru opnir en sundlaugar lokaðar.

Unnið er að snjómokstri í þéttbýliskjörnum og í dreifbýli. Vegagerðin hefur mokað stofnbrautir og hafa þær verið opnaðar að nýju. Engu að síður er enn víða skafrenningur og hálka vísara er að fara gætilega.