Starfsmaður á skrifstofu Bláskógabyggðar

Bláskógabyggð leitar að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi til starfa á skrifstofu sveitarfélagsins við almenn skrifstofustörf þar sem fengist er við fjölbreytt verkefni. Skrifstofa Bláskógabyggðar er staðsett í Aratungu í Reykholti.

Helstu verkefni og ábyrgð:
Álagning fasteignagjalda og reikningagerð.

Verkefni tengd innheimtu krafna.

Skráning mála í málaskrá, móttaka skjala og skráning.

Samskipti við fasteignaeigendur og þjónustuaðila vegna tæmingar rotþróa.
Símsvörun, móttaka og afgreiðsla erinda, skráning og undirbúningur verkefna.

Verkefni tengd vef- og upplýsingamálum.

Hæfniskröfur:
Menntun sem nýtist í starfi.
Góð íslenskukunnátta og ritfærni er skilyrði.
Góð enskukunnátta.
Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg.
Reynsla af störfum innan stjórnsýslu og þekking á bókhaldi er kostur.

Leitað er að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi sem er reiðubúinn að takast á við fjölbreytt verkefni. Viðkomandi þarf að vera mjög fær í mannlegum samskiptum, tilbúinn að fást við ólík verkefni, skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Umsóknum ásamt ferilskrá má skila á netfangið blaskogabyggd@blaskogabyggd.is eða með pósti merktum:
Sveitarfélagið Bláskógabyggð, Aratungu, 801 Selfoss, v/starfsumsóknar.

Öllum umsóknum verður svarað.
Starfshlutfall er 100%

Starfið hentar jafnt konum sem körlum.
Umsóknarfrestur er til og með 14. maí 2019

Nánari upplýsingar veitir
Sigurrós H. Jóhannsdóttir – sigurros@blaskogabyggd.is