Stefnumót við Hvítárbrú

Hvítárbrúin okkar langþráða verður opnuð fyrir umferð miðvikudaginn 1. desember 2010.

Margir hafa sýnt áhuga á að hittast í tilefni dagsins og nú er lagt til  að íbúar í Hrunamannahreppi og Bláskógabyggð  hittist á brúnni miðvikudaginn 1. des. milli kl. 15:00 og 17:00,  kíki á mannvirkið, spjalli saman, takist í hendur, faðmist eða hvaðeina sem þeim dettur í hug að gera.  Fyrirvarinn er lítill því ekki var vitað um opnunardaginn, en ef menn vilja leggja eitthvað til er það velkomið.
„Tungnakonur búsettar í Hreppnum“ og JÁVERK bjóða upp á kaffi og kleinur í vinnubúðunum vestanmegin árinnar.

Ath.  Ekki er um formlega opnun eða vígslu brúarinnar að ræða, það gerist  2011, þegar öllum vegaframkvæmdum verður lokið. Þetta er einungis jákvætt stefnumót íbúa beggja vegna brúarinnar.