Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Geysissvæðið

Í morgun skrifuðu Katrín Jakosdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ásamt fulltrúum Umhverfisstofnunar undir stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Geysissvæðið. Svæðið var friðlýst 2020 og fagnar Bláskógabyggð því að áætlunin hafi nú tekið gildi. Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Geysi er ætlað að vera stefnumótandi skjal, unnið í samvinnu við rétthafa lands og sveitarfélagið og er hugsað sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins. Markmiðið með gerð hennar er að leggja fram stefnu um verndun Geysissvæðis og hvernig viðhalda skuli verndargildi svæðisins þannig að sem mest sátt ríki um.