Stuðningsfulltrúi óskast

Bláskógaskóli Reykholti óskar eftir stuðningsfulltrúa til starfa í 60-80% stöðu.

Starfið felur í sér að aðstoða nemendur við nám og önnur fjölbreytt verkefni sem til falla í skólastarfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í janúar 2021.

Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð.

Umsóknir sendist á Láru B. Jónsdóttur, skólastjóra, sem veitir einnig nánari upplýsingar. Netfangið er lbj@blaskogaskoli.is og símanúmerið 480 3020 .

Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2020.