Stuðningsfulltrúi óskast

Bláskógaskóli Laugarvatni óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í grunnskóladeild og afleysingu vegna veikindaleyfis í leikskóladeild. Um fullt starf er að ræða og leitum við eftir jákvæðum og samstarfsfúsum einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með börnum á öllum aldri.

Stefna skólans er að stuðla að fjölbreyttum kennsluháttum beggja skólastiga með áherslu á útinám.

Starfið hentar jafnt körlum sem og konum.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.

Allir starfsmenn sem ráðnir eru við Bláskógaskóla Laugarvatni þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar veitir Elfa Birkisdóttir skólastjóri í síma 480-3030/868-3035

Netfang: elfa@blaskogaskoli.is