Sumardagskráin í Úthlíð 2009

Laugardagur 13. júní: Árlegt vormót GÚ. Þetta mót er punktakeppni, með forgjöf og verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í karla- og kvennaflokkum. Einnig verða nándarverðlaun á báðum par 3 brautunum.
Skráning stendur yfir á www.golf.is  viljum við hvetja klúbbfélaga til að skrá sig sem allra fyrst.

Laugardagur 20. júní: Fjallganga á Högnhöfðann. á vegum Ferðafélags Árnesinga. Mæting í Réttina kl. 10.30 og ekið á jeppum inn í Brúarárskörð. Þaðan er haldið sem leið liggur upp á fjallið. Fararstjórar eru Óli og Inga ásamt forsvarsmönnum ferðafélagsins.
Nánar um fjallgöngu á Högnhöfðann undir Gönguleiðir hér til hliðar á síðunni.

Laugardagur 20. júní – Kvennahlaup ÍSÍ – Árlegt kvennahlaup ÍSÍ verður þreytt í Úthlíð í Bláskógabyggð kl: 11:00. Vegalengdir í boði: Skemmtihringur og 2,5 km. Forskráning á staðnum. Frítt í sund og súpa og brauð að loknu hlaupi.

Laugardagur 27. júní: Sumargolfmót GÚ, matur og skemmtilegt ball á eftir. Keppt er með Texas scramble fyrirkomulagi þar sem tveir spila saman með samanlagðri forgjöf, deilt með 5. Mótið er sett upp þannig að hægt verði að spila tvær umferðir á vellinum. Ræst verður út frá kl. 8 – 10 og svo aftur frá kl. 12 – 14, ráðgert er að ljúka keppni um kl. 18.00.
Um kvöldið verður svo verðlaunaafhending og ljúffengur kvöldverður að hætti Braga kokks og Rúnars ofurkylfiings.
Hljómsveitin Blek og byttur undir forsvari Hilmars Arnar Agnarssonar mun leika fyrir dansi að lokinni hátíðinni. Skráning á www.golf.is

Laugardagur 4. júlí: Fjallganga á Högnhöfðann á vegum Ferðaþjónustunnar í Úthlíð. Mæting í Réttina kl. 10.30 og ekið á jeppum inn í Brúarárskörð. Þaðan er haldið sem leið liggur upp á fjallið. Fararstjóri: Dísa og Steini. Nánar um fjallgöngu á Högnhöfðann undir Gönguleiðir hér til hliðar á síðunni.
Stórdansleikur með hljómsveitinni Dalton um kvöldið.

Fimmtudagur 9. júlí verður skipulögð menningardagskrá þar sem við munum leggjast í söguskoðun og kynnast sögu steinbogans í Brúará. Skúli Sæland sagnfræðingur og menningarmiðlari hjá Menningarmiðlun ehf. verður með merkan fyrirlestur um bogann. Hugmyndin er að fara að Brúará og skoða aðstæður, ganga svo eftir Kóngsveginum heim í Úthlíðarkirkju og eiga þar stutta helgistund. Að lokinni helgistundinni verður haldið í Réttina og þar mun bíða létt kvöldsnarl og spennandi fyrirlestur Skúla í máli og myndum.
Tímasetning og nánari upplýsingar verður auglýst þegar nær dregur.

Föstudagur 17. – laugardagur 18. júlí: Meistaramót GÚ haldið á Úthlíðarvelli. Skipt er niður í flokka eftir fogjöf. Verðlaun veitt fyrir hvern flokk fyrir sig – skráning á www.golf.is

Laugardagur 18. júlí: KK og Maggi Eiríks mæta í Réttina og flytja gamalt og nýtt efni.

Verslunarmannahelgin í Úthlíð – Hljómsveitin Dalton spilar laugardagskvöld, barnaball og fleira skemmtilegt í boði. Á sunnudaginn verður barna- og unglingagolfmót GÚ. Kappreiðar hestamannafélagsins Loga verða haldnar á kappreiðavellinum í Hrísholti og kappreiðaball Loga verður um kvöldið í Réttinni. Verslunarmannahelgardagskráin verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Laugardagur 15. ágúst: Árlegt Geirs goða golfmót á Úthlíðarvelli. Leikinn verður höggleikur og verða veitt verðlaun með og án forgjafar í kvenna og karlaflokki. Aðal verðlaun mótsins eru Höllu- og Geirs Goða bikararnir sem verða veittir sigurvegurum í karla og kvennaflokki án forgjafar. Glæsileg verðlaun í boði fyrir frábæra kylfinga. Skráning fer fram á www.golf.is

Það er von okkar hjá Ferðaþjónustunni í Úthlíð að eitthvað í dagskránni höfði til ykkar í sumar.
Skráning á póstlista Úthlíðar: senda póst á uthlid@uthlid.is

Upplýsingar um afgreiðslutímanum okkar eru einnig á www.uthlid.is
AFGREIÐSLUTÍMAR SUMARIÐ 2009
Hlíðalaug – Sundlaug og verslun
Mánudaga – Miðvikudaga kl. 10 – 17
Fimmtudaga – Sunnudaga kl. 10 – 20
Eftir opnunartíma er hægt að fá afgreiðslu í Rétt
Réttin
Sunnudaga – Fimmtudags kl. 9 – 20
Föstudaga og Laugardaga kl. 9 – 22
Golfvöllur
Alltaf opinn fyrir félaga og fríkortshafa
Fyrir aðra á afgreiðslutíma Réttarinnar