Sumarstörf 2019
Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir laus til umsóknar sumarstörf við íþróttamannvirki á Laugarvatni
Um er að ræða vaktavinnu frá 25.maí til 15.ágúst
Verkefni starfsmanna felast m.a. í:
Gæsla við sundlaug, baðvörslu og eftirliti með íþróttahúsi og þrek-sal.
Afgreiðsla – þjónusta við gesti.
Þif á mannvirkjum.
Hæfniskröfur:
Hafi þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.
Gott líkamlegt atgervi.
Við ráðningu, sitja námskeið í skyndihjálp og standast sund– og þolpróf laugarvarða samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
Sýni frumkvæði og sjáfstæði í starfi.
Hreint sakavottorð
Umsæjendur þarf að hafa náð 18 ára aldri.
Laun og starfskjör samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Frekari upplýsingar veitir Kristbjörg Guðmundsdóttir í síma 480 3041 á skrifstofutíma.
Umsóknir berist í tölvupósti á netfang kristbjorg@blaskogabyggd.is