Sveitahátið og dansleikur 25. ágúst 2012

Sveitahátíðin  ,,Tvær úr Tungunum ,,
laugardaginn 25. ágúst


Dagskrá
 10:00 Golfkynning
Golfkynning  á íþróttavellinum í Reykholti.  Kristinn J. Gíslason kynnir undirstöðuatriðin í golfíþróttinni. Gott væri ef þátttakendur hefðu meðferðis golfkylfu.

12:30 Knattþrautir KSÍ
Á íþróttavellinum í Reykholti verða Atli Eðvaldsson fyrrverandi landsliðsþjálfari og Gunnlaugur Gunnarsson  með knattþrautir KSÍ fyrir 10 ára og eldri.

10:00 Rúgbrauðsrölt frá Kletti að hvernum
10:30 Gönguferð með leiðsögn frá Aratungu
Skúli Sæland gengur með gesti um Reykholt og nágrenni.  Gangan  tekur um  1,5 klst.  kr 500.
Reykholtslaug opin laugardag  10:00-18:00.   Frítt í sund.

14:oo
  Aratunguleikarnir í gröfuleikni.  Snillingar við stýrið, hver hreppir bikarinn 2012.
Þátttökuskráning  að morgni.
Járnkarlinn.  Sterkustu bændur Bláskógabyggðar takast á í þríþrautinni „járnkarlinum“.Umhverfisviðurkenning.  Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar verðlaunar iðnaðarlóð sem skarar fram úr í snyrtimennsku.
15:30 Bændaglíma Suðurlands 2012. Bændaglíma til minningar um Sigurð Greipsson.

Einnig lifandi tónlist á Kaffi-Kletti  fimmtudags  og föstudagskvöld.

Stórdansleikur í Aratungu laugardagskvöldið 25. ágúst

Fjölbreytt skemmtun.
Þórhallur Þórhallsson (sonur Ladda).  Fyndnasti maður landsins 2007.
Dúettinn  „Þú og ég“  Helga Möller og  Jóhann Helgason
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar  leikur fyrir dansi
Kynnir Þuríður Sigurðardóttir söngkona

Húsið opnar kl. 21:30 og skemmtunin hefst kl. 22:30
Verð í forsölu kr.  3000 ath. takmarkaður miðafjöldi verður seldur í forsölu
Verð við innganginn kr. 3500
18 ára aldurstakmark
Forsala miða verður í Bjarnabúð í Reykholti  og hefst  18. ágúst.

Smellið hér fyrir neðan til að sjá auglýsingar nánar

Sveitahátíð

Dansleikur