Það er allt fallegt

Málþing, námskeið og sýningar

Dagskrá um listamenn á Laugarvatni fyrr og nú.

Laugardaginn 14. ágúst 2010

10 – 12       Listamenn á Laugarvatni fyrr og nú. Málþing, Hótel Eddu, (ML).

10:00  Listmálarinn Þórarinn B. Þorláksson

Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur, forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar.

10:30  Listamaðurinn og Laugarvatnsbóndinn

Hlíf Böðvarsdóttir rifjar upp samskipti fjölskyldna Böðvars Magnússonar og Þórarins B. Þorlákssonar. Kvikmynd. Umsjón Stefán Magnús Böðvarsson.

10:45   Gesturinn

Hugleiðing um listamenn á Laugarvatni. Jón Özur Snorrason

11:00 Að vera hér!

Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og gestur Gullkistunnar.

11:10 Umræður

11:45       „Það er allt fallegt“

Opnuð sýning á eftirmyndum af málverkum Þórarins B. Þorlákssonar frá Laugarvatni sem flest eru í eigu Listasafns Íslands. Sýningin er undir berum himni og mun standa í eitt ár.

12:00 Súpa og kaffi, verð kr. 1500, óskast pantað við komu.

13 – 17     Meðferð vatnslita – leikur einn

Eyvindartungu, kennari Harpa Björnsdóttir. Verð: 4500, efni innifalið og kaffisopi. Nemendur mega gjarnan koma með liti og efni sem þeir eiga. 12 nemendur hámark.

Skráning: gullkistan@gullkistan.is – upplýsingar í símum 892-4410 og 699-0700

17             LANDscapeING, Raom&Loba

Opnun myndlistarsýningar í Eyvindartungu á verkum listamanna frá Frakklandi og Argentínu. Raom og Loba eru gestir Gullkistunnar.

Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.

Gullkistan er meðlimur í UPPLITI, menningarklasa uppsveita Árnessýslu.