Þinn styrkur – okkar framlag

Orkuveita Reykjavíkur hefur auglýst eftir umsóknum um styrki á ýmsum sviðum samfélagsmála. Alls leggur fyrirtækið 50 milljónir króna til slíkra styrkja í ár.

Skiptist fjárhæðin þannig að 15 milljónum verður ráðstafað til menningarmála, 15 milljónum króna verður varið til umhverfis- og útivistarmála, til íþrótta- og æskulýðsmála, þ.m.t. styrkir til afreksfólks, verður varið 15 milljónum króna og 5 milljónir króna renna til líknarmála.
Sækja skal um styrki fyrir 14. apríl næstkomandi. Eingöngu er hægt að sækja um á vef Orkuveitu Reykjavíkur: www.or.is