Aðsetur: |
Félagsheimilið Aratunga |
Sími: |
480.3009 |
Fax: |
480.3001 |
Netfang: |
asborg@ismennt.is |
Heimasíða: |
www.sveitir.is |
Viðtalstímar: |
Eftir samkomulagi |
Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu. Verksvið hennar er upplýsingamiðlun, kynningarmál, ráðgjöf og verkefnastjórnun.
Í Bláskógabyggð hafa menn boðið gesti velkomna í gegnum aldirnar og gera enn. Ferðaþjónusta byggir hér á gömlum hefðum, enda hafa þekktar náttúruperlur og sögustaðir í sveitinni laðað að sér gesti lengur en elstu menn muna. Þingvelli, Gullfoss, Geysi, Skálholt og Laugarvatn þekkja allir og fjölbreytt þjónusta og afþreying er í boði. Allir ættu að finna þjónustu við sitt hæfi og alltaf er eitthvað nýtt á hverju ári. Gistimöguleikar eru margbreytilegir; glæsileg hótel, sumarhús, fjallaskálar, farfuglaheimili og tjaldsvæði. Veitingastaðir eru fjölbreyttir og flestir bjóða uppá mat úr héraði. Þrjár sundlaugar eru í sveitinni og víða heitir pottar á áningarstöðum.
Í Þingvallaþjóðgarði er fræðslumiðstöð og boðið upp á gönguferðir með leiðsögn. Í Skálholti er skipa sumartónleikar fastan sess á sumrin. Dýragarðurinn í Slakka er vinsæll áningarstaður fyrir fjölskyldur og sama má segja um Ferðamannafjósið í Efstadal og Garðyrkjustöðina Friðheima þar sem boðið er upp á fræðslu um búskap og garðyrkju Völundargarður er á Engi og lífrænn markaður. Boðið er upp á siglingar á Hvítá og ferðir á Langjökul. Fjölbreyttar hestaferðir eru í boði, hestasýningar, golfvellir og víða eru fallegar gönguleiðir og lág fell eða fjöll sem hægt er að klífa. Ferðamálafulltrúi mælir með því að þeir sem dvelja í Bláskógabyggð í lengri eða skemmri tíma kynni sér það sem Uppsveitir Árnessýslu hafa upp á að bjóða. Hér er góð samvinna milli sveitarfélaga. Ferðaþjónustustaðir eru hver með sína sérstöðu, þeir vinna vel saman og skipa Uppsveitunum sess sem ferðaþjónustusvæði í fremstu röð. Ítarlegar upplýsingar er að finna á Uppsveitakortinu sem gefið er út á hverju ári með tæmandi lista yfir þjónustu. Kortið liggur frammi á upplýsingamiðstöðvum og þjónustustöðum á svæðinu og víðar á Suðurlandi. Einnig má fræðast um þjónustu og viðburði á Uppsveitasíðunum www.sveitir.is
Verið velkomin, Ásborg Arnþórsdóttir Ferðamálafulltrúi