Skólastjóri í Reykholti er Lára Bergljót Jónsdóttir og skólastjóri að Laugarvatni er Elfa Birkisdóttir
Sími: 480 3020
Fax: 480 3021
Heimasíða Bláskógaskóla á Laugarvatni er: http://laugarvatn.blaskogaskoli.is/
Heimasíða Bláskógaskóla í Reykholti er: https://reykholt.blaskogaskoli.is/
Viðtalstímar: Eftir samkomulagi
Bláskógaskóli
Bláskógaskóli er heildstæður grunnskóli, þar sem nemendur eiga þess kost að stunda nám sitt í vistlegu og hlýlegu umhverfi. Skólasamfélagið er traust og mikill vilji til þess að skapa gott samband á milli skóla og heimila. Grunnskóli Bláskógabyggðar tók til starfa 1. ágúst 2003 en áður voru starfandi tveir aðskildir skólar, Reykholtsskóli í Biskupstungum og Grunnskólinn að Laugarvatni. Nafni skólans var síðan breytt árið 2013 í Bláskógaskóli. Árið 2015 voru skólarnir aftur aðskildir þ.e. Bláskógaskóli í Reykholti og Bláskógaskóli að Laugarvatni.
Skólatími er samfelldur og hefst að morgni. Börnum sem búa fjærri skóla er ekið með skólabílum.
Í tengslum við skólann fer fram tónlistarkennsla á vegum Tónlistarskóla Árnessýslu. Einnig er öflugt kórastarf við skólann sem framvegis verður hluti skólastarfs.
Íþróttastarf er mikið fyrir alla aldurshópa bæði á skólatíma og í samvinnu við íþróttafélög á svæðinu og þá oft í beinu framhaldi af skóla.
Svo vitnað sé í stefnu skólans þá er lögð áhersla á eftirfarandi:
Að fram fari jákvætt, hvetjandi og samfellt nám, að samstarf heimilis og skóla sé virkt og ánægjulegt að skólinn nýti sér sérstöðu umhverfisins að skólinn sé í stöðugri þróun og framförum er taki mið af samfélagsbreytingum á hverjum tíma.