![]() Hundahald. Ný samþykkt um hundahald í Bláskógabyggð var staðfest af umhverfisráðuneytinu þann 18.október 2010. Um leið féll úr gildi fyrri samþykkt frá 2003. Helsta breytingin er sú að nú er hundahald bannað í Bláskógabyggð, en hægt er að fá undanþágu frá því banni gegn uppfyllingu skilyrða sem fram koma í samþykktinni. Slík undanþága gildir að hámarki í eitt ár, rennur alltaf út í janúar næsta árs eftir gildisár. Gildi skráningar hunda samkvæmt eldri samþykkt er þar með fallin úr gildi og verða forráðamenn þeirra að fá undanþágu ef þeir ætla að halda viðkomandi hund áfram. Ráðin hefur verið hundaeftirlitsmaður sem sér um handsömun þeirra hunda sem uppfylla ekki ákvæði samþykktarinnar. Gjald vegna veittrar undanþágu er 10.000,- kr. og ef til handsömunar kemur er sá kostnaður aldrei undir 10.000,- kr. Eyðublað vegna umsóknar um undanþágu, samþykktina og gjaldskrá er hægt að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða hér fyrir neðan. Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri Framkvæmda- og veitusviðs Bláskógabyggðar í síma 860-4440. |










Sorry, there are no polls available at the moment.