Æskulýðs- og menningarmálanefnd ásamt sveitarstjórn leiðir umræðu um menningarmál í sveitarfélaginu. Undir þennan málaflokk heyrir m.a. bókasöfn sveitarfélagsins, menningarstarf héraðsnefndar s.s. Listasafn Árnesinga, Byggðasafn Árnesinga, Héraðssafn Árnesinga og Héraðsskjalasafn. Þá er kórastarf, leiklistarlíf og annað menningarstarf fjölbreytt í sveitarfélaginu og munu upplýsingar um slíkt birtast hér og á fréttasíðum Bláskógabyggðar eftir því sem upplýsingar um það berast.