Skipulagsnefnd uppsveita Árnessýslu er samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Skeiða-og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps um skipulagsmál. Nefndin fjallar um mál á deiliskipulagsstigi og tengd mál og gerir tillögur til sveitarstjórna um afgreiðslu þeirra. Fundargerðir nefndarinnar eru sendar sveitarstjórnum til staðfestingar þeirra mála sem viðkomandi sveitarstjórn snertir. Nefndin fjallar ekki um mál á aðalskipulagsstigi sem eru alfarið á valdsviði sveitarstjórna. Erindi sem leggja skal fyrir fund skulu berast til embættis skipulagsfulltrúa í síðasta lagi tveimur virkum dögum fyrir fund.
Nánari upplýsingar um skipulagsnefnd má nálgast á síðu skipulagsfulltrúa www.sbf.is