Vinnuskóli Bláskógabyggðar 2022
Markmið vinnuskólans er að skapa hollt og uppbyggjandi sumarstarf fyrir unglinga í 8, 9 og 10 bekk grunnskóla í sveitarfélaginu. Boðið er uppá fjölbreytt störf á mismunandi vinnusvæðum, bæði fyrir innan og utan þéttbýlissvæða. Í vinnuskólanum lærir starfsmaðurinn að nota algeng áhöld og verkfæri og ávinnur sér reynslu af verklegum störfum.
Starfsstöðvar vinnuskólans eru í Reykholti og á Laugarvatni.
Forstöðumaður vinnuskólans er Sviðsstjóri Framkvæmda- og veitusviðs Bláskógabyggðar
Sími: 860-4440. Tölvupóstfang: kristofer@blaskogabyggd.is
Smellið á slóðirnar hér fyrir neðan til að nálgast upplýsingar um vinnuskólann
Umsóknareyðublað Vinnuskóla 2022. uppf
Samþykkt um vinnuskóla í Bláskógabyggð 19
Reglugerð um vinnu barna og unglinga 426_1999