Þorrablót Torfastaðasóknar 2010

Í Aratungu 22. janúar á sjálfan bóndadaginn

Húsið opnar kl: 20:00 og borðhald hefst klukkan 20:30. Eftir borðhald og skemmtiatriði leikur hljómsveitin Karma fyrir dansi fram á rauða nótt. Miðasala verður í Bjarnabúð þriðjudaginn 19. janúar og fimmtudaginn 21. janúar milli kl. 13 – 15. Sveitungar ganga fyrir í miðakaupum fyrri daginn en miðasalan verður  öllum opin seinni daginn.
Barinn verður opinn, en heimilt er að hafa með sér drykki.
Leigubílar verða til reiðu fyrir utan Aratungu eftir dansleik.
Miðaverð kr. 2500.- og aldurstakmark 18 ár

Nefndin