Þriðja vika Sumartónleika í Skálholti

Nú er að hefjast þriðja vika Sumartónleika í Skálholti sog er hún tileinkuð tónsnillingunum Vivaldi og Purcell. Tónleikahaldið hefst á fimmtudagskvöldið 27. júlí klukkan 20, en þá verður flutt efnisskráin Veni, Vidi, Vivaldi þar sem Hallveig Rúnarsdóttir syngur aríur og kantötur með barokkhlópunum Camerata Öresund og Höör Barock, sem koma frá Danmörku og Svíþjóð til að leika á Sumartónleikunum. Einnig flytja hljóðfæraleikararnir verkið Árstíðirnar eftir Vivaldi.

Aðrir tónleikar vikunnar Purcell í norrænu ljósi verða haldnir á laugardaginn 29. júlí klukkan 14 og þá bætist sönghópurinn Cantoque í hóp flytjenda. Meðal annars verður þá fluttur óðurinn Welcome to all pleasures og valin atriði úr óperunum Álfadrottningunni og Dido og Aeneas eftir Henry Purcell. Klukkan 16 sama dag verður svo Vivaldi efnisskráin frá fimmtudeginum endurtekin og á lokatónleikum helgarinnar á sunnudag, þann 30. júlí  klukkan 14 munu verk Purcells hljóma aftur.

Tónleikar vikunnar eru hluti af stærra norrænu samstarfsverkefni og verða efnisskrárnar einnig fluttar í Danmörk og Svíðþjóð á næstunni.

 

 

Camerata Öresund var stofnað árið 2010 og er hópur ungra barokkspilara á Öresund-svæðinu sem sameinar Danmörku og Svíþjóð. Hljóðfæraleikararnir hafa allir lært í tónlistarháskólum svæðisins, eða sest þar að til að hefja feril sinn í þessu spennandi tónlistarumhverfi. Camerata Öresund er þekkt fyrir sinn líflega stíl, kraumandi áhuga og virkt samtal við áheyrendur.

Allir hljóðfæraleikararnir eru sérhæfðir í sögulegri spilatækni og leiðari þeirra er fiðluleikarinn og barokksérfræðingurinn Peter Spissky.

Camerata Öresund hefur haldið fjölda tónleika í Danmörku, á Íslandi og í Svíþjóð auk fleiri landa, og er fastur gestur Næstved Early music Festival í Danmörku, sem er ein stærsta tónlistarhátíð sinnar tegundar í Evrópu.

Í febrúar 2016 flutti hópurinn tónleikaröðina „Shakespeare in Love“ í tónleikahúsinu Diamanten í Kaupmannahöfn, og í ágúst síðast liðnum léku þau á Næstved Early music Festival undir stjórn hins heimsfræga Jordi Savall.

Framundan eru tónleikar með þremur fiðlukonsertum sem eru nýlega uppgötvaðir, eftir Christian Ræhs, samdir snemma á 18. öld og einnig fjölmargir tónleikar í desember, þar sem á dagskrá verður meðal annars stórvirkið Messías eftir Händel, án stjórnanda.

www.facebook.com/camerataoresund

www.camerataoresund.com

 

Höör Barock er tónlistarhópur frá litla þorpinu Höör, sem er staðsett syðst á Skáni í Svíþjóð. Nafn hópsins er því leikur að orðum, því orðið höör þýðir líka að hlusta á sænsku.

Frá árinu 2012 hefur hópurinn staðið fyrir barokk-sumarhátíð, auk tónleikaraðar sem dreifist yfir allt almanaksárið. Fjöldi og samsetning hópsins ræðst af verkefnum hverju sinni, en kjarni hópsins er barokktónlistarmenn sem búa í Danmörku og Svíþjóð og sérhæfa sig í að leika á upprunahljóðfæri.

Höör hefur starfað með gestastjórnendum á borð við Aureliusz Golinski, Martin Gester og Steven Player. Blokkflautusnillingurinn Dan Laurin starfaði með hljómsveitinni í fyrsta sinn árið 2014 og bar samstarfið ríkulegan ávöxt.

Hver rödd fær að njóta sín í hópnum sem lýsir sér í ástríðufullri og lipurri spilamennsku hvers og eins. Höör Barock spilar fjölbreytta tónlist, allt frá furu-ilmandi sænsku rococo, að sópandi ítölskum konfektmolum og ströngum þýskum kontrapunkti.

www.hoerbarock.se

 

Cantoque er nýstofnaður átta radda barokk-sönghópur á Íslandi.  Í honum eru margir framúrskarandi söngvarar, bæði á sviði snemmtónlistar, barokks og óperu. Meðlimir hópsins hafa margir hverjir sungið hlutverk á sviði Íslensku óperunnar og í óperuhúsum víðar, sungið með hljómsveitum víða um heim og hlotið ótvíræðar viðurkenningar fyrir söng sinn. Allir söngvarar hópsins eru líka virkir á konsertsviðinu auk þess sem þau syngja mikið saman við margvísleg tækifæri og eiga því auðvelt með að ná samhljómi, sem hæfir þessu fyrsta stóra verkefni hópsins og samstarfsaðilum.

 

Peter Spissky er konsertmeistari hinnar heimsþekktu barokkhljómsveitar Concerto Copenhagen. Með henni hefur hann ferðast víða og spilað í mörgum frægustu tónleikahúsum heims, eins og Musikverein í Vín og Concertgebouw í Amsterdam. Hann hefur tekið upp marga geisladiska sem hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar, með stjórnendum eins og Andrew Lawrence King, Paul Hillier, Alfredo Bernandini og Lars Ulrik Mortensen. Hann kemur reglulega fram með Barokkanerne í Osló, Camerata Drammatica, Finnsku Barokkhljómsveitinni og sem gestastjórnandi með Boston Early Music Festival Orchestra. Spissky er einnig meðlimur í sveitinni Baroque Fever sem hefur verið fengin til að koma fram víða í Evrópu. Spissky kennir á barokkfiðlu við Tónlistarháskólann í Malmö og við Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn.

 

 

Einnig má nálgast upplýsingar um dagskrána á heimasíðu Sumartónleikanna, http://www.sumartonleikar.is/

 

 

Tónleikastjóri í viku þrjú er Guðrún Birgisdóttir og veitir hún allar nánari upplýsingar.

Skemmtilegt gæti verið að heyra í Hallveigu Rúnarsdóttur sem er forsprakki verkefnisins og driffjöður í Cantoque kórnum.

Hallveig Rúnarsdóttir sími 8984978 hallveigrunars@gmail.com

Guðrún Birgisdóttir sími 8240638 sumartonleikar.skalholt@gmail.com

 

Við sem að Sumartónleikum í Skálholti stöndum þökkum innilega áhuga ykkar og velvild,