Tilboð í ræstingar

Bláskógabyggð óskar eftir tilboðum í ræstingu og hreingerningu leikskólans Álfaborgar í Reykholti. Um er að ræða nýja byggingu sem verður tekin í notkun um miðjan október n.k.

Verkefnið felst í ræstingu og hreingerningu leikskólans. Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með 9. september 2019. Þeir sem óska eftir að fá gögnin afhent sendi tölvupóst á asta@blaskogabyggd.is eða hafi samband í síma 480 3000.

Tilboðum skal skilað til Bláskógabyggðar, Aratungu, Reykholti, fyrir kl. 10 þriðjudaginn 24. september 2019, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim sem þess óska.