Tilboð í verkið ,,Hverabraut 6 Laugarvatni, hús fyrir Umhverfis- og tæknisvið“ voru opnuð mánudaginn 24 október kl 11:00.

Þrjú tilboð bárust í verkið. Selásbyggingar ehf átti lægsta boð, kr.183.991.756. Fortis ehf, bauð kr.198.666.719 og Þröstur Smiður kr.200.043.415. Kostnaðaráætlun verksins nam kr.131.188.820. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki haustið 2023