Tilkynning frá leikskólanum Álfaborg

Leikskólaumsókn fyrir skólaárið 2019-2020

Í leikskólanum Álfaborg stendur nú yfir undirbúningur fyrir skólaárið 2019 – 2020. Næsta haust munum við byrja aftur á því að taka inn eins árs gömul börn. Við hvetjum því íbúa Bláskógabyggðar sem ætla sér að sækja um vistun fyrir barn í leikskólanum næsta skólaár að sækja um sem fyrst. Umsókn er að finna á heimasíðu leikskólans: http://alfaborg.leikskolinn.is/Leikskolaumsokn
Einnig er hægt að hringja í síma 480-3046 eða senda tölvupóst á netfangið alfaborg@blaskogabyggd.is

Bestu kveðjur Lieselot Simoen, leikskólastjóri