Tilkynning frá Lyfju um að útibúi Lyfju í Laugarási verði lokað varanlega frá 1. nóvember nk.

Bláskógabyggð hefur borist tilkynning Lyfju um að útibúi Lyfju í Laugarási verði lokað varanlega frá 1. nóvember nk. Málið hefur haft fárra vikna aðdraganda, en sveitarstjórn Bláskógabyggðar, ásamt oddvitum nágrannasveitarfélaganna, hafði lýst yfir áhyggjum vegna breytinga sem fyrirhugað var að gera á þjónustunni, sem ekki áttu þó að fela í sér varanlega lokun afgreiðslunnar. Rætt hafði verið við forsvarsmann Lyfju, forstjóra HSU og aðra lyfsala til að leita lausna á málinu.

Það að afgreiðslunni skuli vera lokað alfarið verður að teljast afar slæmt fyrir íbúa á svæðinu, auk þess sem það er ekki til þess fallið að styrkja starfsemi HSU í Laugarási. Bláskógabyggð harmar þessa niðurstöðu, sem veldur miklum vonbrigðum, og hvetur til þess að HSU leiti allra leiða til að fá annað apótek til samstarfs.