Tilkynning frá Sjóðnum góða í Árnessýslu

Umsóknir og úthlutanir úr Sjóðnum góða 2020

Tekið verður við umsóknum um styrki úr Sjóðnum góða með nýjum hætti vegna Covid 19

 

  • Hægt verður að sækja um á netinu á þar til gerðu umsóknarblaði.

Umsóknarblöð er hægt að nálgast á facebook síðu Sjóðsins góða. Einnig er hægt að senda tölvupóst á sjodurinngodi@gmail.com og óska eftir að fá umsóknarblað sent. Útfyllt umsóknarblaðið skal senda á netfangið: sjodurinngodi@gmail.com

  • Á umsóknardögum er hægt að hringja í síma 4381051, 4381052, 4381053 og sækja um símleiðis. Aðeins er tekið við umsóknum í síma á auglýstum umsóknartíma.
  • Þau sem ekki geta sótt um rafrænt eða símleiðis geta komið á umsóknardögum í Rauða krossinn, Eyravegi 23 á Selfossi og sótt um þar.

 

Umsóknardagar eru:

Mánudag        23.nóv. kl. 9-12                     

Þriðjud           24.nóv. kl. 15-18

Miðvikud        25.nóv. kl. 9-12                     

Mánud.           7.des. kl. 9-12

Þriðjudag       8.des. kl.15-18

 

Með umsókn þarf að senda / fylgja eftirfarandi gögn.

Allar tekjur okt. eða nóv. (Vinnulaun, tekjur frá Tryggingastofnun, fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur.)

Öll útgjöld okt. eða nóv. (leiga,afborganir lána og húsnæðis, rafmagn/hiti ,úgjöld v.barna tryggingar ofl.)

 

Úthlutunardagar eru:

Þriðjudagur 16.des kl. 15-18

Miðvikudagur 17.des kl. 9-12

 

Vinsamlegast virðið þessar dagsetningar.

Síminn er eingöngu opinn á auglýstum umsóknartíma og opnar ekki fyr en 23.11.2020

Smellið á slóðina hér fyrir neðan til að nálgast umsókn

umsóknarblað sjóðnum góða