Tilkynning um verðkönnun – snjómokstur í Bláskógabyggð 2018 – 2021

Vegagerðin og Bláskógabyggð hafa ákveðið að gera verðkönnun fyrir snjómokstur á héraðsvegum, tengivegum og heimreiðum í Bláskógabyggð 2018– 2021.

Verðkönnunargögn : 1. hefti Verðkönnunargögn, verklýsing og tilboðsskrá fást afhent hjá Vegagerðinni, Breiðumýri 2 á Selfossi.

Um verðkönnunin gilda auk þess eftirtalin rit, sem verða hlutar samnings:

ÍST20:2012 almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir. Reglur um vinnusvæði 13. Útg. október 2017, teikningar 12. útg. júlí 2018 og ÍST30:2012.

Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og breytingar skulu berast til Páls Halldórssonar Vegagerðinni Selfossi, eigi síðar en 26. október 2018.

Tilboðum skal skilað í lokuðu umslagi merktu nafni tilboðs til Vegagerðarinnar, Breiðumýri 2. 800 Selfoss, fyrir klukkan 14:00 þriðjudaginn 6. nóvember 2018 þar sem þau verða opnuð kl. 14:15 sama dag að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.