Tilkynning vegna leikskólastarfs

Vegna hertra sóttvarnaráðstafana þarf að endurskipuleggja ýmsa starfsemi sveitarfélagsins, þar á meðal starfsemi leikskóla.

Foreldrar eða forráðamenn sem hafa tök á að hafa börn sín heima í stað þess að þau séu í leikskóla eru beðnir um að tilkynna leikskólanum það í gegnum skráningarkerfi sem leikskólarnir setja upp.

Vistunargjöld í leikskóla munu verða felld niður þann tíma sem foreldrar eru með börn sín heima, enda verði gengið frá skráningu innan þess tíma sem leikskólinn gefur upp.

Fólk er hvatt til að fylgjast vel með tilkynningum frá grunn- og leikskólum um fyrirkomulag starfsins næstu daga.