Tjaldsvæði á Laugarvatni og í Reykholti

Undirritaðir hafa verið samningar um leigu á landi undir tjaldsvæði, annars vegar á Laugarvatni og hins vegar í Reykholti.  Um er að ræða sömu svæði og notuð hafa verið undir tjaldsvæði á þessum stöðum hingað til.  Á Laugarvatni er það fyrirtækið Sólstaðir ehf sem mun reka tjaldstæðið, en forsvarsmaður þess er Smári Stefánsson. Í Reykholti er Steinunn Bjarnadóttir í forsvari fyrir rekstri tjaldsvæðisins. Báðir aðilar hafa lagt fram metnaðarfullar áætlanir til uppbyggingu svæðanna byggða á stigagjöf Ferðamálastofu. Halldór K Hermannsson, sviðsstjóri Þjónustu og framkvæmdasviðs undirritaði samningana fyrir hönd Bláskógabyggðar.