Tónaflóð í Aratungu án áhorfenda í sal

RÚV og Bláskógabyggð hafa tekið ákvörðun um að ekki verði áhorfendur í sal í Aratungu við útsendingu á tónleikunum Tónaflóði föstudagskvöldið 31. júlí n.k. Ákvörðun þessi er tekin vegna hertra samkomutakmarkana sem taka gildi á hádegi 31. júlí.
Tónleikarnir verða eftir sem áður sýndir í beinni útsendingu á RÚV og Rás 2 og hefjast þeir um kl. 19:45. Fjölmargir tónlistarmenn koma fram og eru landsmenn allir hvattir til að fylgjast með tónleikunum í Aratungu og syngja og dansa með heima í stofu.
Öllum sem sýndu áhuga á að mæta í Aratungu til að fylgjast með tónleikunum er þakkað fyrir.