Tónleikar á föstudaginn langa í Skálholti

21.mars næstkomandi föstudaginn langa ætlar Kammerkór Biskupstungna
(unglingar úr 7-10.bekk grunnskóla Bláskógabyggðar Reykholti) með aðstoð eldri kórfélaga úr kórnum að vera með tónleika í Skálholtskirkju. Sungin verða velvalin lög sem tilheyra þessu kvöldi. T.d. Ave Maria, Stabat mater, Ave verum, Ó undur lífs og fleiri góð lög. Undirleikari verður Guðjón Halldór Óskarsson organisti og stjórnandi karlakórs Rangæinga. Stjórnendur eru Henrietta Ósk Gunnarsdóttir og Kristín Magdalena Ágústsdóttir.