Tónleikar í Skálholtsdómkirkju 22. október kl 20.30

Orgelið „rokkar“


Tónleikar í Skálholtsdómkirkju miðvikudagskvöldið 22. október kl.20:30 Fjölskyldutónleikar þar sem þekkt tónlist úr kvikmyndum s.s. Starwars, Pirates of the Caribbean, Indiana Jones,  með hljómsveitum eins og Queen, Abba ýmislegt fleira sem allir ættu að þekkja. Organisti er Jón Bjarnason og Smári Þorsteinsson spilar á trommur. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð á suðurlandi sem hlaut styrk frá Menningarráði Suðurlands og héraðsjóði suður prófastsdæmis. Tónleikar verða í 5 kirkjum. Hafnarkirkju, Hveragerðiskirkju, Selfosskirkju, Skálholtsdómkirkju og Þorlákskirkju og fara allir fram í október. Að morgni tónleikadags gefst krökkum úr grunnskólum nágrennis kirkjunnar kostur á því að hlusta á stutta tónleika og kynningu á hljófærinu.