Tónleikar My Sweet Baklava á Kaffi Kletti

Laugardagskvöldið 17.desember kl.21.

Hljómsveitin kemur nú aftur á Kaffi Klett, en ár er liðið frá síðustu tónleikum í Reykholti. Á dagskránni eru frumsamin popplög í bland við ýmis jólalög.
Við hvetjum alla til að mæta og heilsa upp á okkur.

Hljómsveitina skipa þau Valgerður Jónsd, Þórður Doddy Sævarsson, Sveinn Rúnar Grímarsson og Smári Þorsteinsson, Tungnamaður með meiru.
My Sweet Baklava var einmitt stofnuð í Bláskógabyggð fyrir rúmu ári og hefur síðan verið iðin við spilamennsku á suður og vesturlandi.

Lofum notalegri og umfram allt jólalegri stemmningu.

1000 krónur inn.