Tónleikar My Sweet Baklava á Kaffi Kletti

Eftir vel heppnaða tónleika á Laugarvatni í nóvember ætlum við nú að endurtaka leikinn á Kaffi Kletti. Tónleikarnir verða laugardagskvöldið 11.desember kl.21.
Hljómsveitin leikur frumsamda tónlist og lumar jafnvel á einhverjum jólalögum : ) Gestur verður Vigdís Garðarsdóttir sem syngur bakraddir.
Aðgangseyrir 1000 krónur.
Vonandi sjáum við sem flesta,
kveðja

My Sweet Baklava (Valgerður, Doddy, Svenni og Smári).

P.s. Á Youtube er að finna nýtt jólalag með My Sweet Baklava. Sláið inn leitarorðið „Skammdegisljós“ og hlustið.

13032_SDC10751