Tvær úr Tungunum 2015

Sveitahátíðin „Tvær úr Tungunum“ verður haldin laugardaginn 15. ágúst. Takið frá daginn og kvöldið.  Að hátíðinni stendur áhugahópur heimamanna og undirbúningur er í fullum gangi.

Árleg keppni í gröfuleikni verður á sínum stað og járnkarlinn.  Sitthvað verður í boði fyrir börnin; krakkahlaup, fótboltaæfing, hoppukastalar og loftboltar.  Fornbíla- og traktorasýning, markaður í Aratungu og um kvöldið skemmtun og dansleikur.  Að þessu sinni verður „Uppsveitahringurinn“ haldinn sama dag, hlaupið og hjólað mismunandi vegalengdir ungir sem eldri.

 

Kvenfélag Biskupstungna verður með markað og kaffisölu. Þeir sem hafa áhuga á að vera með borð og selja varning í Aratungu á þessum degi hafi samband við kvenfélagið. Öllum íbúum og fyrirtækjum í Bláskógabyggð er velkomið að taka þátt og koma með hugmyndir.  Áhugasamir hafi samband við Smára Þorsteinsson smari88@gmail.com

Undirbúningshópur