Umferð hleypt á brúna yfir Hvítá við Bræðratungu

Nú er fyrirhugað að hleypa umferð yfir brúna á Hvítá við Bræðratungu á miðvikudaginn.  Vegagerðin hyggst ekki hafa formlega opnun og borðaklippingar fyrr en í vor þegar veginum er endanlega lokið og klæðning komin á hann.
„Tungnakonur búsettar í Hreppnum“ og JÁVERK bjóða íbúum Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps að kíkja í kaffi og kleinur og að skoða mannvirkið á milli kl. 15.00 og 17.00 á miðvikudaginn 1. desember nk. í tilefni af því að umferð verður hleypt á nýju brúna yfir Hvítá.

13373_clip_image002