Umhverfis Suðurland : Fréttabréf febrúarmánaðar

Úrgangur er auðlind Þema febrúarmánaðar er flokkun!

Mikið hefur verið fjallað um ofneyslu vestrænna þjóða og það mikla rusl sem fellur til á hvern jarðbúa. Í janúar náði Marikondo tiltektin nýjum hæðum með tilkomu Netflix seríu hennar um hvernig eigi að koma reglu á líf sitt og eignir.

Íslendingar losuðu sig við óþarfa í stórum stíl síðastliðin mánuð en mikilvægt er að kynna sér hvað verður um úrganginn og hvernig eigi að flokka hverja vöru.

Nánar verður fjallað um þema febrúarmánaðar á vefsíðu okkar og facebook síðu

Flokkun um Suðurland Ekki er til ein algild lausn eða flokkunarleiðbeiningar fyrir íbúa Suðurlands þar sem hvert sveitarfélag vinnur að úrgangsmálum á sinn hátt. Í dag er þessum málum hagað á fimm ólíka vegu innan landshlutans og mikilvægt að kynna sér þær lausnir sem í boði eru í hverju sveitarfélagi.

Þú finnur upplýsingar um þjónustuaðila þíns svæðis á heimasíðu sveitarfélagsins.

Íbúar og fyrirtæki á Suðurlandi gera miklar kröfur um að geta flokkað meira og samræmt en vitund um úrgangsmál og þau verðmæti sem liggja í úrgangi hefur aukist mikið undanfarið.

 

Samvinna sveitarfélaganna Í kjölfar samráðsfunda um umhverfis- og auðlindamál á Suðurlandi sem haldnir voru síðastliðið haust, voru úrgangsmál voru í brennidepli. Í kjölfarið var samþykkt á ársfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) að ráðast í verkefnið Úrgangsmál og meðferð úrgangs á Suðurlandi. Verkefnið er áhersluverkefni á vegum Sóknaráætlunar Suðurlands og hefur Elísabet Björney Lárusdóttir umhverfisfræðingur verið ráðin sem verkefnastjóri með sérfræðiþekkingu. Sveitarfélögin á Suðurlandi eru því að taka af skarið en Íslensk stjórnvöld hafa einnig ákveðið að taka upp og innleiða hringrásarhagkerfi úrgangs samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins.

Við sunnlendingar eru tilbúnir í þessa vinnu og erum sammála um að líta þarf á úrgang sem auðlind. Saman erum við sunnlendingar sterkari og umhverfisvænni.

 

Árni Geir og umhverfismálin Hann Árni Geir Hilmarsson er ungur Sunnlendingur sem langar að finna leið til þess að gera líf sitt svolítið grænna og umhverfisvænna á nýju ári.

Nú þegar hafa tvö stutt vídeó birst sem fjalla annarsvegar um hvernig við getum minnkað þvottaefnis notkun og hinsvegar um hvernig við getum minnkað matarsóun. Þriðja vídeóið fjallar um hvernig við getum minnkað plastnotkun á baðherbergjum og frumsýnum við það hérmeð. Mynböndin eru svo aðgengileg á heimasíðu Umhverfis Suðurlands, hér.

 

Munum eftir #umhverfissudurland Við biðjum ykkur jafnframt að deila því með okkur ef þið ætlið að standa fyrir viðburðum og/eða fræðslu um þema janúarmánaðar þannig að við getum gert því enn betri skil á okkar miðlum.​​

Við minnum á að allar myndir sem merktar eru með #umhverfissudurland enda inni á heimasíðu verkefnisins sem og samfélagsmiðlum.