Umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2016

Umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2016 voru veitt í Reykholti laugardaginn 13. ágúst sl. á hátíðinn Tvær úr Tungunum. Eftir fjölmargar ábendingar og fyrirspurnir þá varð niðurstaða umhverfisnefndar Bláskógabyggðar að veita Garðyrkjustöðinni Engi í Laugarási, eigendur Ingólfur Guðnason og Sigrún Reynisdóttir umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2016. Verðlaunin eru veitt fyrir framlag til lífrænnar ræktunar í fjölda ára ásamt því að bjóða upp á náttúruupplifun fyrir gesti sína. Þar má t.d. nefna fallegan lækninga- og kryddjurtagarð, einstakt völundarhús úr limgerði gróðursett 2005 og táslugarð sem tekinn var í notkun sumarið 2014.