Undirbúningur að stofnun menningarklasa í uppsveitum Árnessýslu

Undirbúningur að stofnun menningarklasa
í uppsveitum Árnessýslu hafinn

29.3. 2009

Hópur áhugasamra einstaklinga um menningarsögu uppsveita Árnessýslu hittist í Skálholtsskóla fimmtudagskvöldið 26. mars sl. til að ræða um samvinnu og kosti markvissrar menningarmiðlunar í uppsveitunum.

Einhugur var meðal fundarmanna um að hrinda slíku samstarfi af stað og spunnust frjóar umræður um kosti þess. Samþykkt var að fundarboðendur, Ann-Helen Odberg, Margrét Sveinbjörnsdóttir og Skúli Sæland, skyldu undirbúa annan og viðameiri fund síðar í apríl til að ræða málið nánar og skilgreina sameiginleg markmið. Sá fundur verður haldinn í Skálholtsskóla mánudagskvöldið 20. apríl kl. 20.00. Loks  undirrituðu viðstaddir viljayfirlýsingu um að hefja undirbúning stofnunar menningarklasa í uppsveitum Árnessýslu.

Þeir sem eru áhugasamir um málefnið, telja sig geta lagt gott til mála og haft gagn af samstarfi á þessu sviði eru hvattir til að hafa samband við undirbúningshóp með því að senda línu á netfangið menningarmidlun@gmail.com, eða hringja í Skúla Sæland í síma 663 9010.

Nánari upplýsingar veitir: Skúli Sæland, sagnfræðingur í Reykholti, í síma 663 9010.

Mynd: Hópurinn sem fundaði í Skálholti á dögunum um menningarmiðlun í uppsveitum Árnessýslu.